Þrjú ár fyrir tæp þrjú kíló 26. maí 2005 00:01 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira