Endurskoða lög um kynferðisbrot 27. maí 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira