Reyna að hindra löndun 28. maí 2005 00:01 Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sáu skipin í eftirlitsflugi í gær, en sex þeirra eru skráð á Kyrrahafseyjunni Dominica. Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki Dóminíska lýðveldið heldur annað sjálfstætt 70 þúsund manna ríki nokkru sunnar. Skipin sigla þó undir hentifána. Varðskipið Óðinn er að leggja af stað suður á Reykjaneshrygg að fylgjast með málum á miðunum en það er samt takmarkað sem Landhelgisgæslan getur aðhafst því hún getur ekki krafist þess að fara um borð í skip utan íslenskrar landhelgi. En hvað getur hún þá gert? Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir lítið annað hægt að gera nema standa fast á þeim samningi sem hafi verið gerður á milli þeirra ríkja sem eiga land að þessum miðum og sjá til þess að allar upplýsingar séu á hreinu þannig að sjóræningjaskipin fá ekki þjónustu. Lítið annað sé hægt að gera meðan skipin haldi sig utan 200 sjómílna landhelgina. Georg segir sérstaklega verða fylgst með flutningaskipinu sem tók við fiski úr einu skipanna svo unnt verði að koma í veg fyrir að það fái að landa og fái þjónustu. Aðspurður hvort skipið verði elt segir Georg það hugsanlegt. Það verði þá elt alla leið til Póllands eða Þýskalands eða hvert svo sem það fari. En er Reykjaneshryggurinn eina hafsvæðið í kringum landið þar sem Landhelgisgæslan hefur orðið veiðiþjófa vör undanfarið? Georg neitar því og segir að þeirra hafi einnig orðið vart úti fyrir Norðausturlandi þar sem síldin og kolmunninn veiðist nú. Það sé grátt svæði en mesta ásóknin hafi verið þarna undanfarin ár. Hátt í sjötíu skip eru að veiðum á Reykjaneshrygg og ganga þær þannig fyrir sig að togararnir mynda eina röð og fær hver togari að toga í tvo klukkutíma þar sem von er um fisk og svo er sex tíma stím til baka og farið aftast í röðina. Sérfræðingar óttast að með þessu sé verið að hreinsa upp djúpkarfastofninn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent