Heyrði kvalafullt öskur 30. maí 2005 00:01 mNágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sæunni eiginkonu sinni, sagðist hafa verið að hjálpa henni að deyja þar sem hún hafi verið kvalin af þunglyndi og samviskubiti yfir meintu framhjáhaldi. Hann sagðist ekki kannast við öskur og læti sem nágranninn taldi sig hafa heyrt. Börn þeirra hafi þannig sofið vært meðan manndrápið hafi átt sér stað. Sálfræðingur sem tók viðtöl við Magnús segir ekkert hafa komið fram sem dragi sakhæfi Magnúsar í efa. Jafnframt sagði sálfræðingurinn fyrir dómi í gær að svo virtist sem Magnús hefði misst stjórn á gjörðum sínum og í kjölfarið banað konu sinni. Í rannsókn sálfræðingsins á Magnúsi hafi líka komið fram tilhneiging hjá honum til þess að geta í eyðurnar í vitnisburði sínum þegar hann hafi ekki verið viss um hvernig málin hafi verið. Hann hafi munað atburði næturinnar nokkuð skýrt, en skapað síðan sjálfur inn í eyðurnar þegar atburðarásin hafi vafist fyrir honum. Það kom einnig fram í máli sálfræðingsins að Magnús hafi verið afskaplega háður konu sinni. Hann hafi þannig átt erfitt með að þola það þegar hann komst að því að kona hans hafi verið honum ótrú. Lögreglumenn sem handtóku Magnús á morðstað segja hann hafa greint þeim frá því að einungis hafi verið um aðstoð við dráp að ræða, þar sem kona hans hafi viljað deyja. Magnús sagðist hafa átt erfitt í kjölfarið og fundið fyrir miklum andlegum sársauka við það að finna fyrir fjölskyldu sinni tvístrast í sundur. Sérstaklega hafi honum fundist erfitt að hugsa til þess að samband hans við börn sín myndi glatast. Frá upphafi hefur verið vitað að Magnús drap konu sína sjálfur, en hann játaði verknaðinn skömmu eftir að hafa framið hann. Magnús heldur enn tengslum við börn sín en þau koma í heimsókn til hans einu sinni í mánuði á Litla-Hraun, þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Börnin eru í umsjá foreldra Sæunnar . Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
mNágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sæunni eiginkonu sinni, sagðist hafa verið að hjálpa henni að deyja þar sem hún hafi verið kvalin af þunglyndi og samviskubiti yfir meintu framhjáhaldi. Hann sagðist ekki kannast við öskur og læti sem nágranninn taldi sig hafa heyrt. Börn þeirra hafi þannig sofið vært meðan manndrápið hafi átt sér stað. Sálfræðingur sem tók viðtöl við Magnús segir ekkert hafa komið fram sem dragi sakhæfi Magnúsar í efa. Jafnframt sagði sálfræðingurinn fyrir dómi í gær að svo virtist sem Magnús hefði misst stjórn á gjörðum sínum og í kjölfarið banað konu sinni. Í rannsókn sálfræðingsins á Magnúsi hafi líka komið fram tilhneiging hjá honum til þess að geta í eyðurnar í vitnisburði sínum þegar hann hafi ekki verið viss um hvernig málin hafi verið. Hann hafi munað atburði næturinnar nokkuð skýrt, en skapað síðan sjálfur inn í eyðurnar þegar atburðarásin hafi vafist fyrir honum. Það kom einnig fram í máli sálfræðingsins að Magnús hafi verið afskaplega háður konu sinni. Hann hafi þannig átt erfitt með að þola það þegar hann komst að því að kona hans hafi verið honum ótrú. Lögreglumenn sem handtóku Magnús á morðstað segja hann hafa greint þeim frá því að einungis hafi verið um aðstoð við dráp að ræða, þar sem kona hans hafi viljað deyja. Magnús sagðist hafa átt erfitt í kjölfarið og fundið fyrir miklum andlegum sársauka við það að finna fyrir fjölskyldu sinni tvístrast í sundur. Sérstaklega hafi honum fundist erfitt að hugsa til þess að samband hans við börn sín myndi glatast. Frá upphafi hefur verið vitað að Magnús drap konu sína sjálfur, en hann játaði verknaðinn skömmu eftir að hafa framið hann. Magnús heldur enn tengslum við börn sín en þau koma í heimsókn til hans einu sinni í mánuði á Litla-Hraun, þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Börnin eru í umsjá foreldra Sæunnar .
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira