Hennig Fritz, markvörður Kiel, var í gær valinn handknattleikmaður ársins í Þýskalandi. Þetta var kunngjört þegar þýska landsliðið sigraði stjörnulið þýsku úrvalsdeildarinnar 39-37 í Braunswig. Marcus Alm frá Svíþjóð og Oleg Veleky, Essen, urðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu.