Handtekin í kjölfar húsleitar

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók fimm manns í nótt eftir að nokkurt magn af hassi fannst við húsleit í bænum en lögregla leitaði að fíkniefnum í þremur húsum. Við leitina fundust einnig áhöld til neyslu fíkniefna. Fólkið er flest í kringum tvítugt og hefur sumt komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Því var sleppt eftir yfirheyrslur og teljast málin upplýst að mestu leyti. Eyjafréttir greina frá þessu.