Grillmeistarar í hverjum garði 7. júní 2005 00:01 "Ég er nú kannski ekki svo ýkja duglegur í miðri viku, þá sér konan um matseldina, en ég er ansi duglegur þegar eitthvað fínna stendur til," segir Þröstur. Nú þegar grillvertíðin stendur sem hæst er Þröstur í essinu sínu. Hann leggur líka áherslu á fallega uppdekkað borð og gerir það klárt áður en hann setur sig í grillstellingarnar. Hann segist aðspurður farinn að grilla allt milli himins og jarðar, en fyrir honum standi lambakjötið alltaf upp úr. "Við grillum kjúkling, fisk, grænmeti og ávexti, en uppáhaldið mitt er hvítlauks- og rósmarinkrydduð lambaprimesteik, sem ég kaupi í Kjötbankanum í Hafnarfirði. Þeir eru algjörir snillingar þar. Þetta grilla ég í sjö og hálfa mínútu á hvorri hlið og læt það svo standa í fimm til sjö mínútur á eftir til að jafna sig. Með kjötinu ber ég fram kartöflusalat, kalda sósu og grillaða nýja sveppi. Sveppirnir eru einfalt og gott meðlæti. Stilkarnir eru skornir af sveppunum, saxaðir og steiktir á pönnu með lauk og hvítlauk. Þá er sýrðum rjóma bætt á pönnuna og allt hrært saman, sveppirnir penslaðir með smjöri og jafningurinn settur inn í holuna á sveppunum, gráðostur ofan á og grillað." Í eftirrétt segir Þröstur grillaða ávexti langvinsælasta á sínu heimili. "Þá sker ég niður á álbakka banana, epli, jarðarber og hindber og set svo kókósbollur ofan á. Þessu er skellt á grillið í nokkrar mínútur. Rjómaís frá Emmess og góð íssósa með gerir þetta að algjöru lostæti."Hangir ekki fólk á girðingunni hjá þér í von um að vera boðið í mat? "Nei, grannarnir eru ekki síður liðtækir við grillið. Það eru grillmeistarar í hverjum garði núorðið," segir Þröstur hlæjandi. Matur Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
"Ég er nú kannski ekki svo ýkja duglegur í miðri viku, þá sér konan um matseldina, en ég er ansi duglegur þegar eitthvað fínna stendur til," segir Þröstur. Nú þegar grillvertíðin stendur sem hæst er Þröstur í essinu sínu. Hann leggur líka áherslu á fallega uppdekkað borð og gerir það klárt áður en hann setur sig í grillstellingarnar. Hann segist aðspurður farinn að grilla allt milli himins og jarðar, en fyrir honum standi lambakjötið alltaf upp úr. "Við grillum kjúkling, fisk, grænmeti og ávexti, en uppáhaldið mitt er hvítlauks- og rósmarinkrydduð lambaprimesteik, sem ég kaupi í Kjötbankanum í Hafnarfirði. Þeir eru algjörir snillingar þar. Þetta grilla ég í sjö og hálfa mínútu á hvorri hlið og læt það svo standa í fimm til sjö mínútur á eftir til að jafna sig. Með kjötinu ber ég fram kartöflusalat, kalda sósu og grillaða nýja sveppi. Sveppirnir eru einfalt og gott meðlæti. Stilkarnir eru skornir af sveppunum, saxaðir og steiktir á pönnu með lauk og hvítlauk. Þá er sýrðum rjóma bætt á pönnuna og allt hrært saman, sveppirnir penslaðir með smjöri og jafningurinn settur inn í holuna á sveppunum, gráðostur ofan á og grillað." Í eftirrétt segir Þröstur grillaða ávexti langvinsælasta á sínu heimili. "Þá sker ég niður á álbakka banana, epli, jarðarber og hindber og set svo kókósbollur ofan á. Þessu er skellt á grillið í nokkrar mínútur. Rjómaís frá Emmess og góð íssósa með gerir þetta að algjöru lostæti."Hangir ekki fólk á girðingunni hjá þér í von um að vera boðið í mat? "Nei, grannarnir eru ekki síður liðtækir við grillið. Það eru grillmeistarar í hverjum garði núorðið," segir Þröstur hlæjandi.
Matur Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp