Fimm menn ákærðir vegna banaslyss 7. júní 2005 00:01 Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira