Fellur á formsatriðum 9. júní 2005 00:01 Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira