Fjórir teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Keflavík tók fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Sá sem hraðast ók var mótorhjólamaður á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar. Hinir þrír óku allir á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða.