28 látnir í dag - 24 lík finnast

Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í árásum Írak í dag. Auk þess fundust 24 lík rétt fyrir utan Bagdadborg. Þrettán aðrir menn sem teknir höfðu verið af lífi fundust í gærkvöldi. Flestir sem féllu í árásum í dag dóu í sjálfsmorðsárás í borginni Kirkuk þar sem 22 létust og rúmlega 80 særðust. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að fjölmennu markaðstorgi og sprengdi sig þar í loft upp.