Reynt að koma Pólverjum úr landi 21. júní 2005 00:01 Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira