Star Wars 3: Revenge Of The Sith 21. júní 2005 00:01 Nú þegar síðasta Stjörnustríðsmyndin hefur verið frumsýnd er hægt að spyrja sig hvort LucasArts muni draga úr útgáfu á leikjum byggða á þessum vinsælu myndum. Svarið er nei enda nóg af efnivið til að vinna úr og margvíslegir möguleikar í boði. Það er sjálfgefið að nýjir stjörnustríðsleikir eru gefnir út samhliða frumsýningu stjörnustrísmyndar og er Revenge Of The Sith engin undantekning. Umgjörð Leikurinn fylgir söguþræði myndarinnar og byrjar eins og myndin í háloftum yfir plánetunni Coruscant þar sem félagarnir Obi Wan og Anakin brjóta sér leið inn í móðurskip Lord Grievious sem hefur rænt Senator Palpatine. Frá þeim tímapunkti fylgir söguþráður leiksins myndinni í gegnum 16 borð ásamt nokkrum aukaborðum víðsvegar um stjörnuþokuna. Umhverfið er ágætt og byggist á útliti myndarinnar. Söguþráður leiksins er keyrður áfram með atriðum úr myndinni sem fylgja eftir Obi Wan og Anakin. Það eru ýmsir leynihlutir faldir í borðunum og með því að finna þá opnast fyrir ýms góðgæti sem eru samt ekki á heildina litið spennandi. Spilun Leikurinn er í grunninn bardagaleikur með geislasverðum. Obi Wan og Anakin berjast saman eða í sitthvoru lagi við fjöldan allan af vélmennum ásamt því að berjast við Jedi riddara og Sith meistara. Þrátt fyrir að leikurinn fylgir eftir söguþræði myndarinnar þá eru atriðin á köflum útfærð á aðra vegu í leiknum sem er svo sem ekki mikið atriði en getur ruglað fólk aðeins í rýminu. Riddararnir öðlast reynslupunkta sem hægt er að dreifa á hina ýmsu hæfileika sem þeir búa yfir og eru “Force” þættir hæfileikana atkvæðamestir. Með “Force” eiginleikunum er hægt að berjast og verjast betur gegn illum öflum líkt og riddararnir gera í stjörnustrísmyndunum. Leikurinn er meingallaður á köflum þar sem karakterar frjósa í miðjum bardögum og festast t.d. í borðum og stólum eða lausu lofti. Grafík og hljóð Fyrir leik á þessum mælikvarða er grafíkin fín en gæðin á myndskeiðum sem kynna söguna er slök. Að sjálfsögðu hljómar tónlist John Williams og gerir sitt. Umhverfishljóðin eru í lagi en talsetningin á leiknum er í alla staði fáránlega léleg. Það er eins og leikararnir hafi ekki nennt að gera þetta með réttu ráði en einnig má kenna um setningunum sem þeir þurfa lesa. Þær eru fáar, litlausar og leiðinlegar. Niðurstaða Stuttur leikur sem gerir lítið annað en að sprauta smá stjórnustríðs upplifun úr myndinni inn í æðakerfið. Fullt af göllum og lítið aukainnihald gerir hann lítt eftirsóknarverðan í endurspilun. Lítur ágætlega út en fellur í djúpa gryfju fyrir talsetningu. Ágæt dægrastytting eftir bíóferð á myndina en langt í frá að vera gæða stjörnustríðsleikur. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: The Collective Útgefandi: LucasArts Heimasíða: www.lucasarts.com/ep3/indexFlash.html#home Franz Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nú þegar síðasta Stjörnustríðsmyndin hefur verið frumsýnd er hægt að spyrja sig hvort LucasArts muni draga úr útgáfu á leikjum byggða á þessum vinsælu myndum. Svarið er nei enda nóg af efnivið til að vinna úr og margvíslegir möguleikar í boði. Það er sjálfgefið að nýjir stjörnustríðsleikir eru gefnir út samhliða frumsýningu stjörnustrísmyndar og er Revenge Of The Sith engin undantekning. Umgjörð Leikurinn fylgir söguþræði myndarinnar og byrjar eins og myndin í háloftum yfir plánetunni Coruscant þar sem félagarnir Obi Wan og Anakin brjóta sér leið inn í móðurskip Lord Grievious sem hefur rænt Senator Palpatine. Frá þeim tímapunkti fylgir söguþráður leiksins myndinni í gegnum 16 borð ásamt nokkrum aukaborðum víðsvegar um stjörnuþokuna. Umhverfið er ágætt og byggist á útliti myndarinnar. Söguþráður leiksins er keyrður áfram með atriðum úr myndinni sem fylgja eftir Obi Wan og Anakin. Það eru ýmsir leynihlutir faldir í borðunum og með því að finna þá opnast fyrir ýms góðgæti sem eru samt ekki á heildina litið spennandi. Spilun Leikurinn er í grunninn bardagaleikur með geislasverðum. Obi Wan og Anakin berjast saman eða í sitthvoru lagi við fjöldan allan af vélmennum ásamt því að berjast við Jedi riddara og Sith meistara. Þrátt fyrir að leikurinn fylgir eftir söguþræði myndarinnar þá eru atriðin á köflum útfærð á aðra vegu í leiknum sem er svo sem ekki mikið atriði en getur ruglað fólk aðeins í rýminu. Riddararnir öðlast reynslupunkta sem hægt er að dreifa á hina ýmsu hæfileika sem þeir búa yfir og eru “Force” þættir hæfileikana atkvæðamestir. Með “Force” eiginleikunum er hægt að berjast og verjast betur gegn illum öflum líkt og riddararnir gera í stjörnustrísmyndunum. Leikurinn er meingallaður á köflum þar sem karakterar frjósa í miðjum bardögum og festast t.d. í borðum og stólum eða lausu lofti. Grafík og hljóð Fyrir leik á þessum mælikvarða er grafíkin fín en gæðin á myndskeiðum sem kynna söguna er slök. Að sjálfsögðu hljómar tónlist John Williams og gerir sitt. Umhverfishljóðin eru í lagi en talsetningin á leiknum er í alla staði fáránlega léleg. Það er eins og leikararnir hafi ekki nennt að gera þetta með réttu ráði en einnig má kenna um setningunum sem þeir þurfa lesa. Þær eru fáar, litlausar og leiðinlegar. Niðurstaða Stuttur leikur sem gerir lítið annað en að sprauta smá stjórnustríðs upplifun úr myndinni inn í æðakerfið. Fullt af göllum og lítið aukainnihald gerir hann lítt eftirsóknarverðan í endurspilun. Lítur ágætlega út en fellur í djúpa gryfju fyrir talsetningu. Ágæt dægrastytting eftir bíóferð á myndina en langt í frá að vera gæða stjörnustríðsleikur. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: The Collective Útgefandi: LucasArts Heimasíða: www.lucasarts.com/ep3/indexFlash.html#home
Franz Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira