Sex ákærðir í Baugsmálinu 1. júlí 2005 00:01 Tæplega þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn almenningshlutafélaginu Baugi hf. lauk í gær með útgáfu kæra á hendur sex manns tengdum fyrirtækinu. Þar á meðal eru Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Kristín Jóhannesdóttir stjórnarmaður og Jóhannes Jónsson einn aðaleigenda Baugs, auk endurskoðendanna Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. "Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxemborg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkomandi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagðist að sinni ekki vilja tjá sig um álitsgerðir Jóns Ásgeirs eða álitsgerð sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann fyrir Baug um rannsókn lögreglu. Að öðru leyti vísaði hann á tilkynningu embættisins um málið en þar kemur fram að takmörk séu á hversu mikið lögregla getur tjáð sig meðan málið er fyrir dómi. Í tilkynningunni segir einnig að möguleg skattalagabrot séu enn til rannsóknar hjá embættinu, en hluta málsins var vísað til Skattrannsóknastjóra haustið 2003. Stjórn Baugs hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna rannsóknar lögreglu. "Baugur Group hf. stendur einhuga á bak við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, og sakborninga málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakargiftum," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifar undir. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, áréttaði að hann vísaði sakargiftum á bug, en ekki náðist í Jón Ásgeir. Jóhannes Jónsson kvaðst vera í útlöndum og því hafi hann ekki séð ákæruna enn og ætli af þeim sökum ekki að tjá sig um hana að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Tæplega þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn almenningshlutafélaginu Baugi hf. lauk í gær með útgáfu kæra á hendur sex manns tengdum fyrirtækinu. Þar á meðal eru Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Kristín Jóhannesdóttir stjórnarmaður og Jóhannes Jónsson einn aðaleigenda Baugs, auk endurskoðendanna Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. "Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxemborg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkomandi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagðist að sinni ekki vilja tjá sig um álitsgerðir Jóns Ásgeirs eða álitsgerð sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann fyrir Baug um rannsókn lögreglu. Að öðru leyti vísaði hann á tilkynningu embættisins um málið en þar kemur fram að takmörk séu á hversu mikið lögregla getur tjáð sig meðan málið er fyrir dómi. Í tilkynningunni segir einnig að möguleg skattalagabrot séu enn til rannsóknar hjá embættinu, en hluta málsins var vísað til Skattrannsóknastjóra haustið 2003. Stjórn Baugs hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna rannsóknar lögreglu. "Baugur Group hf. stendur einhuga á bak við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, og sakborninga málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakargiftum," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifar undir. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, áréttaði að hann vísaði sakargiftum á bug, en ekki náðist í Jón Ásgeir. Jóhannes Jónsson kvaðst vera í útlöndum og því hafi hann ekki séð ákæruna enn og ætli af þeim sökum ekki að tjá sig um hana að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira