Jón Gerald í meiðyrðamál 2. júlí 2005 00:01 "Ég hafði ekki séð ákæruna þegar ég vann álitsgerðina, bara þau skjöl málsins sem voru tiltæk þann 8. júní og var það nægilegt til þess að meta málsatvik. Ég stend við hvert orð sem stendur í álitsgerðinni og vil ekki tjá mig frekar um málið því ég ætlast til þess að það fari fram fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum," segir Jónatan Þórmundson lagaprófessor um álitsgerð sem hann samdi að beiðni Baugs Group hf.. Álitsgerðin fjallar um rannsókn Ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins en ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Í álitsgerðinni segir Jónatan litlar líkur á að sexmenningarnir verði sakfelldir vegna auðgunarbrota en að líklegt sé að Baugur blási til málssóknar á hendur ríkinu og rökstyður Jónatan þá skoðun sína í þremur liðum og eru þau helstu að óeðlilega mikið samkrulll hafi verið milli rannsóknar-og ákæruvalds við rannsókn málsins. Auk þess segir Jónatan í álitsgerðinni að við upphaf rannsóknar á Baugsmálinu hafi allt byggst "á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Gerald Sullenberger sem lagði fram kæru á hendur Baugi í ágúst 2002. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom svo fram að Jón Gerald ætlar að höfða mál á hendur Jónatani vegna þessara ummæla. Áður hafði Jón Gerald tilkynnt að hann ætlaði í skaðabótamál við forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, vegna rofs Jóns Ásgeirs á samkomulagi um fjölmiðlabindindi sem þeir gerðu sín á milli á meðan rannsókn á málefnum Baugs stæði yfir. Jónatan Þórmundsson vildi ekki tjá sig um það á hvaða upplýsingum hann byggði efnistök álitsgerðarinnar eða ummæli sín um Jón Gerald. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Gerald ekki búinn að ráða sér lögmann vegna þessara mála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira
"Ég hafði ekki séð ákæruna þegar ég vann álitsgerðina, bara þau skjöl málsins sem voru tiltæk þann 8. júní og var það nægilegt til þess að meta málsatvik. Ég stend við hvert orð sem stendur í álitsgerðinni og vil ekki tjá mig frekar um málið því ég ætlast til þess að það fari fram fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum," segir Jónatan Þórmundson lagaprófessor um álitsgerð sem hann samdi að beiðni Baugs Group hf.. Álitsgerðin fjallar um rannsókn Ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins en ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Í álitsgerðinni segir Jónatan litlar líkur á að sexmenningarnir verði sakfelldir vegna auðgunarbrota en að líklegt sé að Baugur blási til málssóknar á hendur ríkinu og rökstyður Jónatan þá skoðun sína í þremur liðum og eru þau helstu að óeðlilega mikið samkrulll hafi verið milli rannsóknar-og ákæruvalds við rannsókn málsins. Auk þess segir Jónatan í álitsgerðinni að við upphaf rannsóknar á Baugsmálinu hafi allt byggst "á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Gerald Sullenberger sem lagði fram kæru á hendur Baugi í ágúst 2002. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom svo fram að Jón Gerald ætlar að höfða mál á hendur Jónatani vegna þessara ummæla. Áður hafði Jón Gerald tilkynnt að hann ætlaði í skaðabótamál við forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, vegna rofs Jóns Ásgeirs á samkomulagi um fjölmiðlabindindi sem þeir gerðu sín á milli á meðan rannsókn á málefnum Baugs stæði yfir. Jónatan Þórmundsson vildi ekki tjá sig um það á hvaða upplýsingum hann byggði efnistök álitsgerðarinnar eða ummæli sín um Jón Gerald. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Gerald ekki búinn að ráða sér lögmann vegna þessara mála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira