Yfirburðir hins einfalda 5. júlí 2005 00:01 Eitt af því sem gerir Bretland að einu byggilegasta samfélagi veraldar er virðing Breta fyrir sérvisku. Mönnum er talið til tekna að vera svolítið sérstakir en Bretar sinna raunar slíku bókhaldi og einkunnagjöf minna en aðrar þjóðir. Mér hafði ekki tekist að tileinka mér þetta aðdáunarverða lundarfar fyrir nokkrum árum þegar ég sat ráðstefnu í London um baráttu gegn fátækt. Í ræðustól var hagfræðingur að útskýra af mikilli sannfæringu nýjustu kenningar um rétt og rangt í þróunaraðstoð. Við hlið mér sat breskur háskólamaður sem gerði mig hvumsa með því að raula lag á meðan inntak hinna nýju kenninga var útskýrt. Ég þekkti hvorki lagið né textann en heyrði að hann fjallaði um tilhneigingu okkar mannanna til að snúast hring eftir hring í leit að því nýja sem aldrei finnst. Söngmaðurinn útskýrði fyrir mér að hann væri búinn að vera svo lengi að rannsaka þróun og þróunaraðstoð að hann hefði séð að minnsta kosti fimm ósættanlegar kenningar veða að viðteknum sannleika og fjórar þeirra verða síðan aftur að villutrú. Og nú förum við einn hringinn enn, sagði hann. Þetta nýja á ráðstefnunni reyndist líka verða að viðteknum sannindum og alþjóðlegum rétttrúnaði þróunarstofnana áður en það endaði sem villutrú. Baráttan gegn fátækt í heiminum lýtur tískustraumum eins og flest annað í mannlífinu. Eymd hinna fátækustu líkist hins vegar ekki öðru. Engin skelfing á jörðinni er eins óskapleg. Tölur um örbyrgð í heiminum hafa stundum þau áhrif að gera vandann fjarlægan, ómannlegan og okkur óviðkomandi. Við vitum að þrjátíu þúsund börn munu deyja núna í dag fyrir þær sakir einar að foreldrar þeirra eru bláfátækir. Það er hins vegar aðeins þegar við hugsum um eitt einasta af þessum litlu börnum og ímyndum okkur að við eigum það sjálf að við byrjum að skynja angistina sem ríkir í lífi í milljarða manna um alla jörð. Ekkert starf á jörðinni kallar á meiri alvöru en baráttan gegn þeim óskapnaði sem hlýst af örbyrgð milljarða manna. Sú alvara snýst alls ekki að öllu leyti um útvegun meiri fjármuna til þessarar baráttu. Hún snýr ekki síður að því hvernig þeir peningar sem eru merktir hinum fátæku eru notaðir. Ég heyrði einu sinni reyndan sérfræðing í þróunaraðstoð lýsa sögu útlends og opinbers þróunarstarfs í tilteknu héraði með þeim hætti að viðstaddir bókstaflega grétu af hlátri þótt umræðuefnið hefði varla getað verið sorglegra. Meira en hálf öld er liðin frá því að nokkrar ríkar þjóðir fóru að skipuleggja þróunarstarf í fátækum löndum sem þá voru að fá frelsi undan aldalöngu hernámi evrópskra nýlenduvelda. Á þessum tíma hafa menn auðvitað lært heil ósköp af dapurlegri sögu mistaka og sóunar. Skortur á árangri hefur knúið menn til að losa sig við tískukenningar gærdagsins og finna nýjar leiðir. Menn hafa hins vegar enn sem komið er dregið of lítinn lærdóm af hinni stóru niðurstöðu síðustu áratuga. Hún er einfaldlega sú að nær öll þau ríki sem hafa náð byltingarkenndum árangri í baráttu gegn fátækt eiga það sameiginlegt að hafa þegið litla eða óverulega þróunaraðstoð og að mörg þeirra ríkja sem mesta aðstoð hafa fengið eru fátækari nú en þegar aðstoðin hófst. Skýringarnar á þessu eru allt annað en einfaldar. Lærdómurinn er ekki sá að þróunaraðstoð geti ekki komið að gagni. Það er hins vegar alveg ljóst að mjög stór hluti þróunaraðstoðar er til lítils í baráttunni gegn almennri örbyrgð. Sumt af því sem hefur komist í tísku nýverið lofar þó góðu, til dæmis uppbygging á lánastofnunum sem lána fátæku fólki örsmáar upphæðir til einfaldra fjárfestinga. Aukin áhersla á einfaldar leiðir í baráttu gegn sjúkdómum á meðal hinna fátæku virðist skila góðum árangri á nokkrum stöðum. Fleiri dæmi má sem betur fer nefna. Fátækt fólk er eðli málsins samkvæmt valdalaust. Öðrum gengur betur að toga til sín ávinning af þróunarstarfi, bæði aðilum í löndum veitenda og aðilum í löndum þiggjenda. Þetta er ein ástæða þess að samtök hugsjónafólks ná oft betri árangri en opinberar stofnanir. Aðstoðina verður að veita án tillits til hagsmuna og hentugleika gefenda. Rannsóknir sýna að aðstoð sem tengd er hagsmunum í landi veitenda skilar sjaldnast árangri. Aðstoð skilar helst árangri þegar hún snýst um einfalda hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Eitt af því sem gerir Bretland að einu byggilegasta samfélagi veraldar er virðing Breta fyrir sérvisku. Mönnum er talið til tekna að vera svolítið sérstakir en Bretar sinna raunar slíku bókhaldi og einkunnagjöf minna en aðrar þjóðir. Mér hafði ekki tekist að tileinka mér þetta aðdáunarverða lundarfar fyrir nokkrum árum þegar ég sat ráðstefnu í London um baráttu gegn fátækt. Í ræðustól var hagfræðingur að útskýra af mikilli sannfæringu nýjustu kenningar um rétt og rangt í þróunaraðstoð. Við hlið mér sat breskur háskólamaður sem gerði mig hvumsa með því að raula lag á meðan inntak hinna nýju kenninga var útskýrt. Ég þekkti hvorki lagið né textann en heyrði að hann fjallaði um tilhneigingu okkar mannanna til að snúast hring eftir hring í leit að því nýja sem aldrei finnst. Söngmaðurinn útskýrði fyrir mér að hann væri búinn að vera svo lengi að rannsaka þróun og þróunaraðstoð að hann hefði séð að minnsta kosti fimm ósættanlegar kenningar veða að viðteknum sannleika og fjórar þeirra verða síðan aftur að villutrú. Og nú förum við einn hringinn enn, sagði hann. Þetta nýja á ráðstefnunni reyndist líka verða að viðteknum sannindum og alþjóðlegum rétttrúnaði þróunarstofnana áður en það endaði sem villutrú. Baráttan gegn fátækt í heiminum lýtur tískustraumum eins og flest annað í mannlífinu. Eymd hinna fátækustu líkist hins vegar ekki öðru. Engin skelfing á jörðinni er eins óskapleg. Tölur um örbyrgð í heiminum hafa stundum þau áhrif að gera vandann fjarlægan, ómannlegan og okkur óviðkomandi. Við vitum að þrjátíu þúsund börn munu deyja núna í dag fyrir þær sakir einar að foreldrar þeirra eru bláfátækir. Það er hins vegar aðeins þegar við hugsum um eitt einasta af þessum litlu börnum og ímyndum okkur að við eigum það sjálf að við byrjum að skynja angistina sem ríkir í lífi í milljarða manna um alla jörð. Ekkert starf á jörðinni kallar á meiri alvöru en baráttan gegn þeim óskapnaði sem hlýst af örbyrgð milljarða manna. Sú alvara snýst alls ekki að öllu leyti um útvegun meiri fjármuna til þessarar baráttu. Hún snýr ekki síður að því hvernig þeir peningar sem eru merktir hinum fátæku eru notaðir. Ég heyrði einu sinni reyndan sérfræðing í þróunaraðstoð lýsa sögu útlends og opinbers þróunarstarfs í tilteknu héraði með þeim hætti að viðstaddir bókstaflega grétu af hlátri þótt umræðuefnið hefði varla getað verið sorglegra. Meira en hálf öld er liðin frá því að nokkrar ríkar þjóðir fóru að skipuleggja þróunarstarf í fátækum löndum sem þá voru að fá frelsi undan aldalöngu hernámi evrópskra nýlenduvelda. Á þessum tíma hafa menn auðvitað lært heil ósköp af dapurlegri sögu mistaka og sóunar. Skortur á árangri hefur knúið menn til að losa sig við tískukenningar gærdagsins og finna nýjar leiðir. Menn hafa hins vegar enn sem komið er dregið of lítinn lærdóm af hinni stóru niðurstöðu síðustu áratuga. Hún er einfaldlega sú að nær öll þau ríki sem hafa náð byltingarkenndum árangri í baráttu gegn fátækt eiga það sameiginlegt að hafa þegið litla eða óverulega þróunaraðstoð og að mörg þeirra ríkja sem mesta aðstoð hafa fengið eru fátækari nú en þegar aðstoðin hófst. Skýringarnar á þessu eru allt annað en einfaldar. Lærdómurinn er ekki sá að þróunaraðstoð geti ekki komið að gagni. Það er hins vegar alveg ljóst að mjög stór hluti þróunaraðstoðar er til lítils í baráttunni gegn almennri örbyrgð. Sumt af því sem hefur komist í tísku nýverið lofar þó góðu, til dæmis uppbygging á lánastofnunum sem lána fátæku fólki örsmáar upphæðir til einfaldra fjárfestinga. Aukin áhersla á einfaldar leiðir í baráttu gegn sjúkdómum á meðal hinna fátæku virðist skila góðum árangri á nokkrum stöðum. Fleiri dæmi má sem betur fer nefna. Fátækt fólk er eðli málsins samkvæmt valdalaust. Öðrum gengur betur að toga til sín ávinning af þróunarstarfi, bæði aðilum í löndum veitenda og aðilum í löndum þiggjenda. Þetta er ein ástæða þess að samtök hugsjónafólks ná oft betri árangri en opinberar stofnanir. Aðstoðina verður að veita án tillits til hagsmuna og hentugleika gefenda. Rannsóknir sýna að aðstoð sem tengd er hagsmunum í landi veitenda skilar sjaldnast árangri. Aðstoð skilar helst árangri þegar hún snýst um einfalda hluti.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun