Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 27. október 2025 09:01 Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar