Atburðarás dagsins 7. júlí 2005 00:01 Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira