Ummæli múslímaprests olía á eld 10. júlí 2005 00:01 Ummæli trúarleiðtoga múslima í Danmörku réttlæta hryðjuverk, segir talsmaður utanríkismála, í danska þingflokknum Venstre. Samflokksmaður hans og ráðherra stjórnarinnar, segir það skaða umræðu um innflytjendamál að trúarleiðtoginn kenni Bandaríkjamönnum um hryðjuverkin í London. Í viðtali við danska blaðið Politiken í gærkvöldi segir Troels Lund Poulsen, talsmaður utanríkismála annars stjórnarflokkanna í Danmörku, að með ummælum sínum hafi trúarleiðtoginn verið að réttlæta hryðjuverk. Að mati Poulsens er það ekki lögmætt viðhorf, eins og hann orðar það, að kenna Bandaríkjamönnum um, þannig bæti leiðtoginn olíu á eld öfgafullra múslima. Fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, nú menntamálaráðherra Danmerkur, Bertel Haarder, gagnrýnir múslimaleiðtogann fyrir að skaða umræðuna um innflytjendamál.Politiken talaði aftur við trúarleiðtogann og hann stendur enn við orð sín. Hann ítrekar að hann fordæmi harkalega hryðjuverkin í London, en segir að Bandaríkin hafi með hátterni sínu gert það að verkum að sumir múslimar fremji slík hryðjuverk. "Ég afsaka ekki hryðjuverkamennina," segir Mustafa Chandid. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Einingalistans, segir svo Venstre menn ekki virða tjáningarfrelsið. Það má segja að danskur karlmaður hafi tekið lögin í sínar hendur þegar hann gekk inní strætó í Kaupmannahöfn í gær, sagði "London" og skallaði saklausan bílstjórann. Daninn fékk þannig útrás fyrir reiði sína eftir hryðjuverkin í London, en bílstjórinn er dökkur yfirlitum. Hafi reiðinni verið beint gegn aröbum, gerði sá danski hins vegar lítils háttar mistök, því bílstjórinn með túrbaninn á höfðinu var indverskur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Ummæli trúarleiðtoga múslima í Danmörku réttlæta hryðjuverk, segir talsmaður utanríkismála, í danska þingflokknum Venstre. Samflokksmaður hans og ráðherra stjórnarinnar, segir það skaða umræðu um innflytjendamál að trúarleiðtoginn kenni Bandaríkjamönnum um hryðjuverkin í London. Í viðtali við danska blaðið Politiken í gærkvöldi segir Troels Lund Poulsen, talsmaður utanríkismála annars stjórnarflokkanna í Danmörku, að með ummælum sínum hafi trúarleiðtoginn verið að réttlæta hryðjuverk. Að mati Poulsens er það ekki lögmætt viðhorf, eins og hann orðar það, að kenna Bandaríkjamönnum um, þannig bæti leiðtoginn olíu á eld öfgafullra múslima. Fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, nú menntamálaráðherra Danmerkur, Bertel Haarder, gagnrýnir múslimaleiðtogann fyrir að skaða umræðuna um innflytjendamál.Politiken talaði aftur við trúarleiðtogann og hann stendur enn við orð sín. Hann ítrekar að hann fordæmi harkalega hryðjuverkin í London, en segir að Bandaríkin hafi með hátterni sínu gert það að verkum að sumir múslimar fremji slík hryðjuverk. "Ég afsaka ekki hryðjuverkamennina," segir Mustafa Chandid. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Einingalistans, segir svo Venstre menn ekki virða tjáningarfrelsið. Það má segja að danskur karlmaður hafi tekið lögin í sínar hendur þegar hann gekk inní strætó í Kaupmannahöfn í gær, sagði "London" og skallaði saklausan bílstjórann. Daninn fékk þannig útrás fyrir reiði sína eftir hryðjuverkin í London, en bílstjórinn er dökkur yfirlitum. Hafi reiðinni verið beint gegn aröbum, gerði sá danski hins vegar lítils háttar mistök, því bílstjórinn með túrbaninn á höfðinu var indverskur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira