Taugatitringur enn í London 11. júlí 2005 00:01 Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Flestir Lundúnabúar mættu til vinnu í dag í fyrsta sinn eftir sprengjuárásirnar síðastliðinn fimmtudag og voru neðanjarðarlestir og strætisvagnar fullir af fólki sem ákveðið er í að láta ekki árásirnar trufla daglegt líf sitt. Talið er að tekist hafi að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í árásunum en leitarmenn eru þó enn við störf við lest sem sprengd var á milli King´s Cross stöðvarinnar og Russel Square. Yfirvöld hafa staðfest að fimmtíu og tveir létu lífið og um 700 særðust. Taugatitrings gætir í borginni því um tíma í dag var King´s Cross stöðin rýmd vegna torkennilegs pakka sem var á svæðinu en engin sprengja fannst. Þá var kveikt í tveimur moskum múslíma um helgina. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í Lundúnum þar sem hryðjuverkamennirnir sem skipulögðu árásirnar í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás, að sögn breska blaðsins Times. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á þinginu í dag bresku þjóðinni í dag að ekkert yrði gefið eftir í leitinni að ódæðismönnunum. Hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba árásanna og sagði Bretland ekki verða sigrað með slíkum hryðjuverkum. "Við munum leita þeirra sem bera ábyrgðina, ekki bara þeirra sem frömdu verknaðinn heldur einnig þeirra sem skipulögðu þetta óhæfuverk, hvar sem þeir eru, og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en kennsl hafa verið borin á þá, og eftir því sem mögulegt er, þeir hafa verið látnir svara til saka," sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Flestir Lundúnabúar mættu til vinnu í dag í fyrsta sinn eftir sprengjuárásirnar síðastliðinn fimmtudag og voru neðanjarðarlestir og strætisvagnar fullir af fólki sem ákveðið er í að láta ekki árásirnar trufla daglegt líf sitt. Talið er að tekist hafi að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í árásunum en leitarmenn eru þó enn við störf við lest sem sprengd var á milli King´s Cross stöðvarinnar og Russel Square. Yfirvöld hafa staðfest að fimmtíu og tveir létu lífið og um 700 særðust. Taugatitrings gætir í borginni því um tíma í dag var King´s Cross stöðin rýmd vegna torkennilegs pakka sem var á svæðinu en engin sprengja fannst. Þá var kveikt í tveimur moskum múslíma um helgina. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í Lundúnum þar sem hryðjuverkamennirnir sem skipulögðu árásirnar í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás, að sögn breska blaðsins Times. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á þinginu í dag bresku þjóðinni í dag að ekkert yrði gefið eftir í leitinni að ódæðismönnunum. Hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba árásanna og sagði Bretland ekki verða sigrað með slíkum hryðjuverkum. "Við munum leita þeirra sem bera ábyrgðina, ekki bara þeirra sem frömdu verknaðinn heldur einnig þeirra sem skipulögðu þetta óhæfuverk, hvar sem þeir eru, og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en kennsl hafa verið borin á þá, og eftir því sem mögulegt er, þeir hafa verið látnir svara til saka," sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira