Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Líkið fannst í fyrradag. Leigjandi manns hafði beðið húseigandann að geyma fyrir sig tunnu sem full var af steypu en hann sagðist vera að gera tilraunir með mismunandi steyputegundir. Þegar húseigandinn þurfti að færa tunnuna til opnaði hann hana og sá þá fætur standa upp úr steypunni. Talið er að líkið sé af Íslendingi. Wendermerwe, varðstjóri í lögreglunni í Boksburg, segir það stafa af því að fólkið sem var með manninum þegar hann dó mun hafa sagt að hann væri erlendur, kannski frá Íslandi. Að sögn Wendermerwes á eftir að bera kennsl á líkið, sem er af karlmanni um fertugt, og gæti það tekið nokkurn tíma. Krufningin verður á fimmtudag en á þessari stundu er ekki vitað hver dánarosökin var. Tvennt er í haldi lögreglunnar, 28 ára karlmaður og 43 ára kona. Þau segja að hinn látni hafi verið útlendingur og líklega frá Íslandi. Wendermerwe getur ekki svarað því hvort þetta fólk sé á sakaskrá því verið sé að bíða eftir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Utanríkisráðuneytið bað þegar í stað sendiherra Íslands í Mósambík að setja aðalræðismann Íslands í Jóhannesarborg í málið og er beðið frekari tíðinda. Einnig hefur ríkislögreglustjórinn sent fyrirspurn í gegnum Interpol. Samkvæmt suðurafrískum fréttamiðlum er talið að um Íslending sé að ræða sem búið hafi í Suður-Afríku í áratug og síðast hafi sést til hans fyrir fimm vikum. Vinir hans hafi ekki óttast um hann því þeir hafi talið að hann væri á ferðalagi. Ef tilgátur lögreglu eru réttar er líklegt að tilefni morðsins hafi verið rán því maðurinn hafi nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og því verið með mikið fé á sér. Þá hefur lögreglan upplýsingar um að tvímenningarnir sem eru í haldi hennar hafi boðist til að aka manninum út á flugvöll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Líkið fannst í fyrradag. Leigjandi manns hafði beðið húseigandann að geyma fyrir sig tunnu sem full var af steypu en hann sagðist vera að gera tilraunir með mismunandi steyputegundir. Þegar húseigandinn þurfti að færa tunnuna til opnaði hann hana og sá þá fætur standa upp úr steypunni. Talið er að líkið sé af Íslendingi. Wendermerwe, varðstjóri í lögreglunni í Boksburg, segir það stafa af því að fólkið sem var með manninum þegar hann dó mun hafa sagt að hann væri erlendur, kannski frá Íslandi. Að sögn Wendermerwes á eftir að bera kennsl á líkið, sem er af karlmanni um fertugt, og gæti það tekið nokkurn tíma. Krufningin verður á fimmtudag en á þessari stundu er ekki vitað hver dánarosökin var. Tvennt er í haldi lögreglunnar, 28 ára karlmaður og 43 ára kona. Þau segja að hinn látni hafi verið útlendingur og líklega frá Íslandi. Wendermerwe getur ekki svarað því hvort þetta fólk sé á sakaskrá því verið sé að bíða eftir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Utanríkisráðuneytið bað þegar í stað sendiherra Íslands í Mósambík að setja aðalræðismann Íslands í Jóhannesarborg í málið og er beðið frekari tíðinda. Einnig hefur ríkislögreglustjórinn sent fyrirspurn í gegnum Interpol. Samkvæmt suðurafrískum fréttamiðlum er talið að um Íslending sé að ræða sem búið hafi í Suður-Afríku í áratug og síðast hafi sést til hans fyrir fimm vikum. Vinir hans hafi ekki óttast um hann því þeir hafi talið að hann væri á ferðalagi. Ef tilgátur lögreglu eru réttar er líklegt að tilefni morðsins hafi verið rán því maðurinn hafi nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og því verið með mikið fé á sér. Þá hefur lögreglan upplýsingar um að tvímenningarnir sem eru í haldi hennar hafi boðist til að aka manninum út á flugvöll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira