Enn merki um alþjóðlega starfsemi 15. júlí 2005 00:01 Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira