Bretum að kenna segja múslímar 20. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir eru bresku stjórninni og almenningi í Bretlandi að kenna. Þetta segja forsvarsmenn róttækra múslíma á Bretlandi. Tony Blair átti í gær fundi með leiðtogum helstu múslímahópa á Bretlandi til þess að fá þá í lið með sér og sannfæra um að koma á fót hópi til að berjast gegn öfgum. Leiðtogar róttækra múslíma tóku hins vegar ekki þátt í viðræðunum og senda í breskum fjölmiðlum frá sér allt önnur skilaboð en hófsamari trúbræður þeirra. Sheikh Omar Bakri Mohammed, einn róttæku leiðtoganna, sagði við Evening Standard að hryðjuverkaárásirnar væru ríkisstjórninni, almenningi og múslímum í Bretlandi að kenna því að þessir hópar hefðu ekkert gert til að mótmæla eða koma í veg fyrir blóðsúthellingar meðal múslíma sem byrjuðu löngu fyrir 11. september. Anjem Choudry, leiðtogi herskáa íslamistahópsins „al-Muhajiroun“, hvatti múslímaleiðtoga til að funda ekki með Blair á meðan múslímar væru myrtir í Írak. Í viðtali við útvarpsstöðina Radio 4 neitaði hann að fordæma hryðjuverkaárásirnar á London og sagði miklar líkur á að sambærilegar árásir yrðu gerðar. Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn sætu auk þess í bresku stjórninni sem þættist verja réttlæti og sannleika, sem væri fjarri sanni. Breska lögreglan væri í sama hópi og reyndi að kljúfa samfélag múslíma í harðlínumenn og hófsama en sú skilgreining væri ekki til í íslam. Róttæku múslímarnir sögðust jafnframt ætla að sniðganga ný hryðjuverkalög sem banna að hvatt sé til hryðjuverka með einhverjum hætti. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir eru bresku stjórninni og almenningi í Bretlandi að kenna. Þetta segja forsvarsmenn róttækra múslíma á Bretlandi. Tony Blair átti í gær fundi með leiðtogum helstu múslímahópa á Bretlandi til þess að fá þá í lið með sér og sannfæra um að koma á fót hópi til að berjast gegn öfgum. Leiðtogar róttækra múslíma tóku hins vegar ekki þátt í viðræðunum og senda í breskum fjölmiðlum frá sér allt önnur skilaboð en hófsamari trúbræður þeirra. Sheikh Omar Bakri Mohammed, einn róttæku leiðtoganna, sagði við Evening Standard að hryðjuverkaárásirnar væru ríkisstjórninni, almenningi og múslímum í Bretlandi að kenna því að þessir hópar hefðu ekkert gert til að mótmæla eða koma í veg fyrir blóðsúthellingar meðal múslíma sem byrjuðu löngu fyrir 11. september. Anjem Choudry, leiðtogi herskáa íslamistahópsins „al-Muhajiroun“, hvatti múslímaleiðtoga til að funda ekki með Blair á meðan múslímar væru myrtir í Írak. Í viðtali við útvarpsstöðina Radio 4 neitaði hann að fordæma hryðjuverkaárásirnar á London og sagði miklar líkur á að sambærilegar árásir yrðu gerðar. Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn sætu auk þess í bresku stjórninni sem þættist verja réttlæti og sannleika, sem væri fjarri sanni. Breska lögreglan væri í sama hópi og reyndi að kljúfa samfélag múslíma í harðlínumenn og hófsama en sú skilgreining væri ekki til í íslam. Róttæku múslímarnir sögðust jafnframt ætla að sniðganga ný hryðjuverkalög sem banna að hvatt sé til hryðjuverka með einhverjum hætti.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira