Ekkert mannfall í árásunum 13. október 2005 19:33 Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira