Umferðarátak lögreglu borgar sig 22. júlí 2005 00:01 Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira