
Sport
Joey Barton sendur heim
Joey Barton, leikmaður Manchester City, hefur verið sendur heim frá Tælandi vegna slagsmála, en þar var Manchester City í keppnisferð. Barton, sem er tuttugu og tveggja ár gamall, lenti slagsmálum við fimmtán ára gamlan aðdáanda Everton, og blandaði Richard Dunne sér í málið. Dunne og Barton rifust síðan heiftarlega, og ákvað Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, að senda Barton heim eftir að hafa rætt við báða leikmennina.