Skjóta til að drepa 22. júlí 2005 00:01 Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Sjónarvottar segja að skelfing hafi gripið um sig á Stockwell járnbrautarstöðinni, í Lundúnum, þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega á harðahlaupum, á eftir manni sem var í þykkum vetrarjakka þrátt fyrir sumarhitann. Maðurinn stökk yfir grindverk og girðingar, og sinnti ekki hrópum lögreglumannanna um að stoppa. Manninum tókst að komast inn á Stockwell brautarstöðina, en þar náðu lögreglumennirnir honum og skutu hann til bana. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn fimm eða sex skotum. Reglur bresku lögreglunar mæla fyrir um að skotvopnum sé aðeins beitt í ítrustu neyð, og þá reynt að gera menn óvíga. Um grunaða sprengjumorðingja gildir öðru máli, þá á að skjóta til þess að drepa. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði að stundum væri lögreglan neydd til þess að drepa, ef ógnin væri mikil. Hann sagði að ef verið væri að fást við einstklinga sem líta út fyrir að vera sjálfsmorðsárásarmenn og sá aðili er með meðvitund og getur hugsanlega sprengt sprengjuna þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hann verði skotinn með það í huga að drepa hann. Lögreglan hefur engar upplýsingar gefið um þann sem var skotinn, nema að hann tengist sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. Þau voru nánast endurtekning á tilræðunum fyrir hálfum mánuði, nema hvað í gær sprungu sprengjurnar ekki. Síðdegis í dag handtók lögreglan mann í grennd við Stockwell lestarstöðina og hún hefur birt myndir af fjórum mönnum, til viðbótar, sem grunaðir eru um þáttöku í sprengjutilræðunum, í gær. Gerðar hafa verið húsleitir á nokkrum stöðum, í Lundúnum, í dag, en lögreglan hefur ekki upplýst hvort þær hafi skilað einhverjum árangri. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Sjónarvottar segja að skelfing hafi gripið um sig á Stockwell járnbrautarstöðinni, í Lundúnum, þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega á harðahlaupum, á eftir manni sem var í þykkum vetrarjakka þrátt fyrir sumarhitann. Maðurinn stökk yfir grindverk og girðingar, og sinnti ekki hrópum lögreglumannanna um að stoppa. Manninum tókst að komast inn á Stockwell brautarstöðina, en þar náðu lögreglumennirnir honum og skutu hann til bana. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn fimm eða sex skotum. Reglur bresku lögreglunar mæla fyrir um að skotvopnum sé aðeins beitt í ítrustu neyð, og þá reynt að gera menn óvíga. Um grunaða sprengjumorðingja gildir öðru máli, þá á að skjóta til þess að drepa. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði að stundum væri lögreglan neydd til þess að drepa, ef ógnin væri mikil. Hann sagði að ef verið væri að fást við einstklinga sem líta út fyrir að vera sjálfsmorðsárásarmenn og sá aðili er með meðvitund og getur hugsanlega sprengt sprengjuna þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hann verði skotinn með það í huga að drepa hann. Lögreglan hefur engar upplýsingar gefið um þann sem var skotinn, nema að hann tengist sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. Þau voru nánast endurtekning á tilræðunum fyrir hálfum mánuði, nema hvað í gær sprungu sprengjurnar ekki. Síðdegis í dag handtók lögreglan mann í grennd við Stockwell lestarstöðina og hún hefur birt myndir af fjórum mönnum, til viðbótar, sem grunaðir eru um þáttöku í sprengjutilræðunum, í gær. Gerðar hafa verið húsleitir á nokkrum stöðum, í Lundúnum, í dag, en lögreglan hefur ekki upplýst hvort þær hafi skilað einhverjum árangri.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira