Óhugnanleg lífsreynsla 13. október 2005 19:34 Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg. Lík og líkamshlutar lágu eins og hráviði út um allt, og sært fólk lá veinandi á hjálp. Mikil skelfing greip um sig, en björgunarsveitir voru fljótar á vettvang og sagðar hafa gengið fagmannlega til verks. Allt læknalið borgarinnar var kallað út, en þar sem hinir særðu voru svo margir, var gripið til þess ráðs að flytja fólk flugleiðis til Kaíró. Sjö Íslendingar eru í sumarleyfi í Sharm el-Sheikh, þeirra á meðal Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm el-Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að margir útlendingar hafi látið lífið eða særst. Langflest fórnarlömbin voru hinsvegar Egyptar. Borgarstjórinn í Sharm el Sheik segir að tvær bílsprengjur hafi verið sprengdar og hugsanlega ein sprengja í ferðatösku. Sprengjurnar voru svo öflugar að það fannst fyrir þeim í tíu kílómetra fjarlægð. Miklir eldhnettir risu upp frá sprengjustöðunum. Hryðjuverkamenn hafa gert þónokkrar árásir í Egyptalandi, á undanförnum árum, og þá oftar en ekki á staði sem erlendir ferðamenn sækja. Samtök sem tengjast al Kæda segjast bera ábyrgð á verknaðinum, en yfirvöld í Egyptalandi segja of snemmt að segja til um hvort það sé rétt. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg. Lík og líkamshlutar lágu eins og hráviði út um allt, og sært fólk lá veinandi á hjálp. Mikil skelfing greip um sig, en björgunarsveitir voru fljótar á vettvang og sagðar hafa gengið fagmannlega til verks. Allt læknalið borgarinnar var kallað út, en þar sem hinir særðu voru svo margir, var gripið til þess ráðs að flytja fólk flugleiðis til Kaíró. Sjö Íslendingar eru í sumarleyfi í Sharm el-Sheikh, þeirra á meðal Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm el-Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að margir útlendingar hafi látið lífið eða særst. Langflest fórnarlömbin voru hinsvegar Egyptar. Borgarstjórinn í Sharm el Sheik segir að tvær bílsprengjur hafi verið sprengdar og hugsanlega ein sprengja í ferðatösku. Sprengjurnar voru svo öflugar að það fannst fyrir þeim í tíu kílómetra fjarlægð. Miklir eldhnettir risu upp frá sprengjustöðunum. Hryðjuverkamenn hafa gert þónokkrar árásir í Egyptalandi, á undanförnum árum, og þá oftar en ekki á staði sem erlendir ferðamenn sækja. Samtök sem tengjast al Kæda segjast bera ábyrgð á verknaðinum, en yfirvöld í Egyptalandi segja of snemmt að segja til um hvort það sé rétt.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent