Hinn skotni ótengdur árásum 13. október 2005 19:34 Lögreglan í London staðfesti í gær að maðurinn sem lögreglan skaut til bana í neðanjarðarlest í borginni síðastliðinn föstudag hefði verið alls ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað í London daginn áður. Scotland Yard sagði í tilkynningu í gær að maðurinn hefði að öllum líkindum einnig verið ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað 7. júlí. Í tilkynningunni sagði jafnframt að atburðurinn hefði verið hryggilegur og að Lundúnalögreglan harmaði hann. Þá kom fram að lögreglan vissi hver hinn látni væri þótt enn ætti eftir að bera formleg kennsl á hann. Rannsóknarnefnd lögreglunnar mun fara yfir tildrög atviksins. Maðurinn kom út úr húsi sem var undir eftirliti lögreglu vegna meintra tengsla íbúa við hryðjuverkin. Maðurinn var af suður-asískum uppruna og klæddur í þykka úlpu þrátt fyrir sumarhitann og var með bakpoka á bakinu. Lögreglumenn eltu manninn inn í nálæga lestarstöð og skipuðu honum ítrekað að nema staðar. Í stað þess að stoppa hljóp hann undan lögreglunni, sem elti hann og skaut til bana á stuttu færi. Talsmaður Samtaka múslima í Bretlandi, Azzam Tamimi, sagði í samtali við BBC að fólk myndi nú óttast að ganga um stræti borgarinnar og að ferðast með neðanjarðarlestum. "Ég óttaðist að til þessa kæmi," sagði hann. "Það er skelfilegt að gefa fólki leyfi til að skjóta einhvern til bana einungis vegna grunsemda, líkt og þarna gerðist," sagði Tamimi. Tveir menn hafa verið handteknir og sæta yfirheyrslu í tengslum við sprengjuárásirnar. Annar maðurinn var handtekinn seinnipartinn á föstudag og hinn aðfaranótt laugardags. Þeir eru báðir í haldi á grundvelli hryðjuverkalaga sem gefa lögreglu leyfi til að halda þeim í tvær vikur án þess að kæra þurfi að koma til. Lögreglan hefur lýst eftir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að tengjast árásunum og taka þúsundir lögreglumanna þátt í eftirgrennslan vegna þeirra. Lögreglan sagði viðbrögð við eftirlýsingunni góð og á föstudag hefðu fjögur hundruð símtöl borist. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Lögreglan í London staðfesti í gær að maðurinn sem lögreglan skaut til bana í neðanjarðarlest í borginni síðastliðinn föstudag hefði verið alls ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað í London daginn áður. Scotland Yard sagði í tilkynningu í gær að maðurinn hefði að öllum líkindum einnig verið ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað 7. júlí. Í tilkynningunni sagði jafnframt að atburðurinn hefði verið hryggilegur og að Lundúnalögreglan harmaði hann. Þá kom fram að lögreglan vissi hver hinn látni væri þótt enn ætti eftir að bera formleg kennsl á hann. Rannsóknarnefnd lögreglunnar mun fara yfir tildrög atviksins. Maðurinn kom út úr húsi sem var undir eftirliti lögreglu vegna meintra tengsla íbúa við hryðjuverkin. Maðurinn var af suður-asískum uppruna og klæddur í þykka úlpu þrátt fyrir sumarhitann og var með bakpoka á bakinu. Lögreglumenn eltu manninn inn í nálæga lestarstöð og skipuðu honum ítrekað að nema staðar. Í stað þess að stoppa hljóp hann undan lögreglunni, sem elti hann og skaut til bana á stuttu færi. Talsmaður Samtaka múslima í Bretlandi, Azzam Tamimi, sagði í samtali við BBC að fólk myndi nú óttast að ganga um stræti borgarinnar og að ferðast með neðanjarðarlestum. "Ég óttaðist að til þessa kæmi," sagði hann. "Það er skelfilegt að gefa fólki leyfi til að skjóta einhvern til bana einungis vegna grunsemda, líkt og þarna gerðist," sagði Tamimi. Tveir menn hafa verið handteknir og sæta yfirheyrslu í tengslum við sprengjuárásirnar. Annar maðurinn var handtekinn seinnipartinn á föstudag og hinn aðfaranótt laugardags. Þeir eru báðir í haldi á grundvelli hryðjuverkalaga sem gefa lögreglu leyfi til að halda þeim í tvær vikur án þess að kæra þurfi að koma til. Lögreglan hefur lýst eftir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að tengjast árásunum og taka þúsundir lögreglumanna þátt í eftirgrennslan vegna þeirra. Lögreglan sagði viðbrögð við eftirlýsingunni góð og á föstudag hefðu fjögur hundruð símtöl borist.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira