Sport

Senn lokað fyrir félagaskipti

Frá og með miðnætti næsta sunnudagskvöld verður íslenskum knattspyrnufélögum ekki lengur heimilt að fá til sín nýja leikmenn í sumar en þá lokar félagaskiptaglugga KSÍ til 15. október. Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 15. október. Á því tímabili geta leikmenn sem skráðir eru hjá erlendu knattspyrnusambandi heldur ekki skipt í íslenskt félagslið. Það má því búast við erli í félagaskiptunum fyrir og um helgina enda lokaspretturinn framundan á Íslandsmótinu. KR fékk í dag leikheimild fyrir Króatískan varnarmann, Dalibor Pauletic og slóvenskur miðjumaður er nú til skoðunar. ÍBV hefur fengið bandarískan miðjumann, Christopher Vorenkamp en hann fékk leikheimild með Eyjaliðinu í dag og í síðustu viku fékk ÍBV Rune Lind frá Danmörku. Keflvíkinagr hafa verið að prófa Færeyinginn Símun Samuelsen en ekki hefur verið samið við hann ennþá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×