Eldsneytisskortur líklega ástæðan 28. júlí 2005 00:01 Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélinn TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust, flugmaður og sex ungmenni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyssins eru gerðar ýmsar athugasemdir við flugástand vélarinnar og eldsneytisskorturinn tiltekinn sem líklegasta ástæða slyssins. Afleiðing aflmissis vegna eldsneytisskorts ásamt því að þyngdarmiðja vélarinnar var nær aftari mörkum og því að flugmaðurinn hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum, auk þess sem hann var þreyttur, olli því að flugvélin ofreis og hann missti stjórn á henni. Auk þess kemur fram í skýrslunni að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina né gefa út lofthæfiskírteini fyrir hana vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Flugvélin sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst þegar hreyfill hennar varð eldsneytislaus í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og vélin fórst með öllum sem í henni voru. Björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur piltum úr vélinni en þeir létust báðir af þeim meiðslum sem þeir hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu ári eftir slysið. Rannsóknarnefnd flugslysa skilaði lokaskýrslu sinni um slysið í mars árið 2001 en feður tveggja þeirra sem létust í slysinu fengu tvo breska flugrannsakendur til að veita umsögn um framkvæmd rannsóknarinnar og höfðu þeir sitthvað um framkvæmdina að athuga. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk álit bresku rannsakendanna til umsagnar og fór í kjölfarið fram á við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka slysið. Sú nefnd hóf störf í nóvember 2002 og skilaði í gær lokaskýrslu sinni. Sigurður Líndal lagaprófessor var formaður nefndarinnar sem skipuð var bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum. Innlent Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélinn TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust, flugmaður og sex ungmenni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyssins eru gerðar ýmsar athugasemdir við flugástand vélarinnar og eldsneytisskorturinn tiltekinn sem líklegasta ástæða slyssins. Afleiðing aflmissis vegna eldsneytisskorts ásamt því að þyngdarmiðja vélarinnar var nær aftari mörkum og því að flugmaðurinn hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum, auk þess sem hann var þreyttur, olli því að flugvélin ofreis og hann missti stjórn á henni. Auk þess kemur fram í skýrslunni að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina né gefa út lofthæfiskírteini fyrir hana vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Flugvélin sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst þegar hreyfill hennar varð eldsneytislaus í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og vélin fórst með öllum sem í henni voru. Björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur piltum úr vélinni en þeir létust báðir af þeim meiðslum sem þeir hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu ári eftir slysið. Rannsóknarnefnd flugslysa skilaði lokaskýrslu sinni um slysið í mars árið 2001 en feður tveggja þeirra sem létust í slysinu fengu tvo breska flugrannsakendur til að veita umsögn um framkvæmd rannsóknarinnar og höfðu þeir sitthvað um framkvæmdina að athuga. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk álit bresku rannsakendanna til umsagnar og fór í kjölfarið fram á við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka slysið. Sú nefnd hóf störf í nóvember 2002 og skilaði í gær lokaskýrslu sinni. Sigurður Líndal lagaprófessor var formaður nefndarinnar sem skipuð var bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum.
Innlent Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira