Eldsneytisskortur líklega ástæðan 28. júlí 2005 00:01 Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélinn TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust, flugmaður og sex ungmenni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyssins eru gerðar ýmsar athugasemdir við flugástand vélarinnar og eldsneytisskorturinn tiltekinn sem líklegasta ástæða slyssins. Afleiðing aflmissis vegna eldsneytisskorts ásamt því að þyngdarmiðja vélarinnar var nær aftari mörkum og því að flugmaðurinn hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum, auk þess sem hann var þreyttur, olli því að flugvélin ofreis og hann missti stjórn á henni. Auk þess kemur fram í skýrslunni að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina né gefa út lofthæfiskírteini fyrir hana vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Flugvélin sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst þegar hreyfill hennar varð eldsneytislaus í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og vélin fórst með öllum sem í henni voru. Björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur piltum úr vélinni en þeir létust báðir af þeim meiðslum sem þeir hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu ári eftir slysið. Rannsóknarnefnd flugslysa skilaði lokaskýrslu sinni um slysið í mars árið 2001 en feður tveggja þeirra sem létust í slysinu fengu tvo breska flugrannsakendur til að veita umsögn um framkvæmd rannsóknarinnar og höfðu þeir sitthvað um framkvæmdina að athuga. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk álit bresku rannsakendanna til umsagnar og fór í kjölfarið fram á við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka slysið. Sú nefnd hóf störf í nóvember 2002 og skilaði í gær lokaskýrslu sinni. Sigurður Líndal lagaprófessor var formaður nefndarinnar sem skipuð var bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum. Innlent Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast svara frá Kennarasambandinu Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Sjá meira
Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélinn TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust, flugmaður og sex ungmenni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyssins eru gerðar ýmsar athugasemdir við flugástand vélarinnar og eldsneytisskorturinn tiltekinn sem líklegasta ástæða slyssins. Afleiðing aflmissis vegna eldsneytisskorts ásamt því að þyngdarmiðja vélarinnar var nær aftari mörkum og því að flugmaðurinn hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum, auk þess sem hann var þreyttur, olli því að flugvélin ofreis og hann missti stjórn á henni. Auk þess kemur fram í skýrslunni að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina né gefa út lofthæfiskírteini fyrir hana vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Flugvélin sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst þegar hreyfill hennar varð eldsneytislaus í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og vélin fórst með öllum sem í henni voru. Björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur piltum úr vélinni en þeir létust báðir af þeim meiðslum sem þeir hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu ári eftir slysið. Rannsóknarnefnd flugslysa skilaði lokaskýrslu sinni um slysið í mars árið 2001 en feður tveggja þeirra sem létust í slysinu fengu tvo breska flugrannsakendur til að veita umsögn um framkvæmd rannsóknarinnar og höfðu þeir sitthvað um framkvæmdina að athuga. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk álit bresku rannsakendanna til umsagnar og fór í kjölfarið fram á við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka slysið. Sú nefnd hóf störf í nóvember 2002 og skilaði í gær lokaskýrslu sinni. Sigurður Líndal lagaprófessor var formaður nefndarinnar sem skipuð var bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum.
Innlent Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast svara frá Kennarasambandinu Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Sjá meira