Víðtækustu aðgerðir í sögu London 29. júlí 2005 00:01 Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira