London: Tengsl við Sádi-Arabíu 31. júlí 2005 00:01 Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira