Hörð viðurlög við sprengjuhótunum 5. ágúst 2005 00:01 Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning en svo nefnist það þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða þannig að ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast biðraðir við innritunarborðin vegna leitarinnar. Að sögn Ellisif Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er málið þrátt fyrir það litið mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum um þessar mundir og verður allt gert til að hafa upp á þeim sem kom þessu af stað og hann látinn sæta refsingu, en þung viðurlög eru við sprengihótunum. Tinna segir ákvæði í hegningarlögum sem kveði á um allt að þriggja ára fangelsi en auk þess sé þar annað ákvæði sem lúti að hryðjuverkum og yrði ákært fyrir það þá gæti það þýtt allt að lífstíðarfangelsi. Lífstíðarfangelsi hér á landi er sextán ár. Tinna segir að í þessu tilfelli sé þó væntanlega um að ræða þrjú til fimm ár. Tinna segir að manneskjan sé ekki fundin en yfirvöld hafi rökstuddan grun um hver hafi verið að verki. Að svo stöddu geti hún ekki gefið upp hver það sé. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir engar tafir hafa orðið vegna málsins í morgun en uppákomur sem þessar hafi þó alltaf kostnaðarsamar aðgerðir í för með sér og geta kostað flugfélög milljónir ef tafir eru miklar. Fólk er því beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það hefur uppi svona fíflaskap. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning en svo nefnist það þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða þannig að ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast biðraðir við innritunarborðin vegna leitarinnar. Að sögn Ellisif Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er málið þrátt fyrir það litið mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum um þessar mundir og verður allt gert til að hafa upp á þeim sem kom þessu af stað og hann látinn sæta refsingu, en þung viðurlög eru við sprengihótunum. Tinna segir ákvæði í hegningarlögum sem kveði á um allt að þriggja ára fangelsi en auk þess sé þar annað ákvæði sem lúti að hryðjuverkum og yrði ákært fyrir það þá gæti það þýtt allt að lífstíðarfangelsi. Lífstíðarfangelsi hér á landi er sextán ár. Tinna segir að í þessu tilfelli sé þó væntanlega um að ræða þrjú til fimm ár. Tinna segir að manneskjan sé ekki fundin en yfirvöld hafi rökstuddan grun um hver hafi verið að verki. Að svo stöddu geti hún ekki gefið upp hver það sé. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir engar tafir hafa orðið vegna málsins í morgun en uppákomur sem þessar hafi þó alltaf kostnaðarsamar aðgerðir í för með sér og geta kostað flugfélög milljónir ef tafir eru miklar. Fólk er því beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það hefur uppi svona fíflaskap.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira