Jafngamall og Davíð 6. ágúst 2005 00:01 Skoðanakönnunin sem vinir Gísla Marteins Baldurssonar létu gera hefur valdið miklum taugatitringi í Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarsson hugsa Gísla þegjandi þörfina vegna þessa. Stuðningsmönnum Gísla hefur tekist ágætlega að nota könnunina í áróðursskyni, þótt enn sé ekki orðið ljóst hvort Gísli áræðir yfirleitt að sækjast eftir efsta sæti framboðslistans. Það heitir að rugga bátnum – og er ekkert sérlega vinsælt í Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Það er raunar spurning hversu afgerandi niðurstaðan er. Grapevine bendir á að það séu aðeins ríflega 10 prósent þeirra sem voru spurðir í könnuninni sem nefna Gísla – sem er kannski ekki mikið miðað við hversu pilturinn er frægur. Annars virðist áhugaleysið á forystumönnunum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða allnokkuð; aðeins 57 prósent svöruðu könnuninni og af þeim vildu 52 prósent engan af þeim sem nefndir voru. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn þráir mann sem hefur töfrana til að vinna Reykjavík. Fólk er sannarlega ekki spennt fyrir Vilhjálmi Þ. Eftir öll ár sín í pólitík er hann furðulega óþekktur; menn tengja hann ekki við neitt sérstakt – hann virkar aðallega kerfislegur. Gísli hefur samt ekki náð að sannfæra neinn almennilega um að hann sé maðurinn í djobbið – enda virðist hann ekki endilega hafa trú á því sjálfur. Hann er ungur, en Davíð Oddsson var raunar aðeins 34 ára þegar hann varð borgarstjóri - jafngamall og Gísli verður á næsta ári! Hins vegar hafði Davíð þá verið starfandi í borgarstjórninni í tvö kjörtímabil, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu – brillerað þar – meðan Gísli hefur haft aðalstarfa af því að vera geðþekkur og skemmtilegur í sjónvarpi, en bara verið varaborgarfulltrúi stutta hríð. --- --- --- Fréttablaðið bendir á að vinahópur Gísla kunni að reynast honum fjötur um fót. Það er vitnað í greinarkorn í DV þar sem stóð að hann hafi sést í för með Hannesi Hólmsteini og Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni á veitingahúsi. Kannski er rétt að ekki ýkja marga langar til að leiða þá kumpána til valda í borginni? Guðmundur Magnússon, skríbent Fréttablaðsins, heldur því fram að þeir séu komnir út á jaðar í Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Í skoðanakönnunum þessa dagana er Sjálfstæðisflokkurinn nokkurn veginn jafn R-listanum. Eins og bent hefur verið á hefur þetta gerst áður á síðari hluta kjörtímabils; þarf engan veginn að gefa nein fyrirheit um sigur Sjálfstæðismanna. R-listinn hefur unnið borgina þrisvar í röð; í síðustu kosningum var hægt að tala um algjöra niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar veit maður aldrei hvað gerist ef valið stendur á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Vilhjálms Þ.? Kannski láta Reykvíkingar einfaldlega vera að mæta á kjörstað? --- --- --- R-listinn á líka í vandræðum með mannaval sitt. Stefán Hafstein langar mikið, hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða listann – það er ekki víst að hann geri sér grein fyrir því hvað hann fer í taugarnar á mörgum þrátt fyrir sitt glaðbeitta fas. Dagur B. Eggertsson kemur líka til greina, en mörgum þykir hann hafa yfirbragð besserwissers sem virkar fráhrindandi. --- --- --- En það er greinilega ekki hægt að plotta á veitingahúsum lengur. Í Fréttablaðinu stóð að Gísli Marteinn, Gunnlaugur Sævar og Hannes Hólmsteinn hefðu verið í Sjávarréttakjallaranum (sic). Maður getur ekki einu sinni verið óhultur á svo obskúrum stöðum. Það er líka vond reynsla af Öskjuhlíðinni – og London. Plottarar verða kannski bara að læra að halda sig heima – eins leiðinlegt og það nú er fyrir alvöru samsærismenn. --- --- --- Annars er dálítið sýrt ástand á Íslandi. Þjálfari einhvers handboltaliðs kippti í flugþjón og það er allt upp í loft í fjölmiðlunum – og svo var það auðmaðurinn sem fékk höfnun á debetkortið. Hvað næst - fara menn að komast í blöðin fyrir að fara yfir á stöðumæli, gleyma að skila bók á bókasafnið eða ganga yfir á rauðu? Þetta er allt stóralvarlegt. --- --- --- Farísei er sá sem ber sér á brjóst og segir – þakka að ég er ekki eins og hinir. Af því leiðir að sá sem segir að aðrir séu farísear - hann er svolítill farísei sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðanakönnunin sem vinir Gísla Marteins Baldurssonar létu gera hefur valdið miklum taugatitringi í Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarsson hugsa Gísla þegjandi þörfina vegna þessa. Stuðningsmönnum Gísla hefur tekist ágætlega að nota könnunina í áróðursskyni, þótt enn sé ekki orðið ljóst hvort Gísli áræðir yfirleitt að sækjast eftir efsta sæti framboðslistans. Það heitir að rugga bátnum – og er ekkert sérlega vinsælt í Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Það er raunar spurning hversu afgerandi niðurstaðan er. Grapevine bendir á að það séu aðeins ríflega 10 prósent þeirra sem voru spurðir í könnuninni sem nefna Gísla – sem er kannski ekki mikið miðað við hversu pilturinn er frægur. Annars virðist áhugaleysið á forystumönnunum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða allnokkuð; aðeins 57 prósent svöruðu könnuninni og af þeim vildu 52 prósent engan af þeim sem nefndir voru. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn þráir mann sem hefur töfrana til að vinna Reykjavík. Fólk er sannarlega ekki spennt fyrir Vilhjálmi Þ. Eftir öll ár sín í pólitík er hann furðulega óþekktur; menn tengja hann ekki við neitt sérstakt – hann virkar aðallega kerfislegur. Gísli hefur samt ekki náð að sannfæra neinn almennilega um að hann sé maðurinn í djobbið – enda virðist hann ekki endilega hafa trú á því sjálfur. Hann er ungur, en Davíð Oddsson var raunar aðeins 34 ára þegar hann varð borgarstjóri - jafngamall og Gísli verður á næsta ári! Hins vegar hafði Davíð þá verið starfandi í borgarstjórninni í tvö kjörtímabil, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu – brillerað þar – meðan Gísli hefur haft aðalstarfa af því að vera geðþekkur og skemmtilegur í sjónvarpi, en bara verið varaborgarfulltrúi stutta hríð. --- --- --- Fréttablaðið bendir á að vinahópur Gísla kunni að reynast honum fjötur um fót. Það er vitnað í greinarkorn í DV þar sem stóð að hann hafi sést í för með Hannesi Hólmsteini og Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni á veitingahúsi. Kannski er rétt að ekki ýkja marga langar til að leiða þá kumpána til valda í borginni? Guðmundur Magnússon, skríbent Fréttablaðsins, heldur því fram að þeir séu komnir út á jaðar í Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Í skoðanakönnunum þessa dagana er Sjálfstæðisflokkurinn nokkurn veginn jafn R-listanum. Eins og bent hefur verið á hefur þetta gerst áður á síðari hluta kjörtímabils; þarf engan veginn að gefa nein fyrirheit um sigur Sjálfstæðismanna. R-listinn hefur unnið borgina þrisvar í röð; í síðustu kosningum var hægt að tala um algjöra niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar veit maður aldrei hvað gerist ef valið stendur á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Vilhjálms Þ.? Kannski láta Reykvíkingar einfaldlega vera að mæta á kjörstað? --- --- --- R-listinn á líka í vandræðum með mannaval sitt. Stefán Hafstein langar mikið, hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða listann – það er ekki víst að hann geri sér grein fyrir því hvað hann fer í taugarnar á mörgum þrátt fyrir sitt glaðbeitta fas. Dagur B. Eggertsson kemur líka til greina, en mörgum þykir hann hafa yfirbragð besserwissers sem virkar fráhrindandi. --- --- --- En það er greinilega ekki hægt að plotta á veitingahúsum lengur. Í Fréttablaðinu stóð að Gísli Marteinn, Gunnlaugur Sævar og Hannes Hólmsteinn hefðu verið í Sjávarréttakjallaranum (sic). Maður getur ekki einu sinni verið óhultur á svo obskúrum stöðum. Það er líka vond reynsla af Öskjuhlíðinni – og London. Plottarar verða kannski bara að læra að halda sig heima – eins leiðinlegt og það nú er fyrir alvöru samsærismenn. --- --- --- Annars er dálítið sýrt ástand á Íslandi. Þjálfari einhvers handboltaliðs kippti í flugþjón og það er allt upp í loft í fjölmiðlunum – og svo var það auðmaðurinn sem fékk höfnun á debetkortið. Hvað næst - fara menn að komast í blöðin fyrir að fara yfir á stöðumæli, gleyma að skila bók á bókasafnið eða ganga yfir á rauðu? Þetta er allt stóralvarlegt. --- --- --- Farísei er sá sem ber sér á brjóst og segir – þakka að ég er ekki eins og hinir. Af því leiðir að sá sem segir að aðrir séu farísear - hann er svolítill farísei sjálfur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun