Illa búnir undir stormviðri 7. ágúst 2005 00:01 Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira