Guðmundur til erkifjendanna
Guðmundur Pedersen, handboltamaður í FH, gekk í gær í raðir Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur hefur alið allan aldur sinn hjá FH og hefur undanfarin tvö ár verið fyrirliði liðsins. Hann gekk frá árs samningi við Hauka. Á meðan FH-ingar sjá á bak fyrirliða sínum í karlahandboltanum að þá fékk kvennalið félagsins liðsstyrk. Olyna Pylypyk, úkraínskur landsliðsmaður, og Laima Miliauskaite, landsmarkvörður frá Litháen, verða með FH í vetur.