Segir Baugsmál storm í vatnsglasi 12. ágúst 2005 00:01 Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest. Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest.
Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira