Hverjum steini velt við 13. ágúst 2005 00:01 "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður. "Ákæruvaldið hefur lítið takmarkað sig við alvarleika brotanna, heldur tínt allt til sem mögulega gæti kallað á refsingu. Fyrir bragðið eru þarna ýmsir liðir sem eru hálfgerður sparðatíningur. Það gerir kæruna ótrúverðugri og ef til vill hefði því verið réttara að leggja áherslu á alvarlegustu liðina." Hróbjartur segir þó ákæruliði sem lúta til að mynda að tollsvikum og rangfærslu reikninga alvarlega. "Manni sýnist þó þarna um að ræða tæknilega meðferð á fjármunum frekar en auðgunarásetning." og ekki sé hægt að fullyrða neitt. "En eftir að hafa rennt yfir ákærurnar og þessar stuttu skýringar sýnist mér að það verði á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið í vel flestum ákæruliðum. Heilt yfir er þessi ákæra ekkert mjög sannfærandi." Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tók í svipaðan streng, en vildi þó lítið tjá sig um ákæruatriðin þar sem málið væri viðamikið og hann hefði engin frekari gögn en þau sem Fréttablaðið birti í gær. Hann segir þó þarn vera kært fyrir liði þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru í ákveðnum milliviðskiptum og þar vakni spurningar um sekt eða sakleysi. "Einhvern veginn virðist manni mjög sérkennilegt hvaða aðilar eru teknir til skoðunar og hverjir ekki hjá ákæruvaldinu hér á landi," segir Jón. "Það er ekki hreyft við því að kanna ákveðna hluti hjá ákveðnum fyrirtækjum, en aðrir eru alltaf undir smásjánni. Menn hafa fengið að ákæra eins og þá lystir án þess að bera nokkra ábyrgð á því, jafnvel af eintómri meinfýsi og síðan ganga menn keikir og halda störfum sínum þótt saklausir sakborningar hafi tapað öllu sínu. Jón, sem var verjandi í Hafskipsmálinu á sínum tíma, útilokar ekki að um pólitískar ákærur sé að ræða og minnir á Orca hópinn sem vakti reiði Davíðs Oddsonar á sínum tíma. "Allir þeir sem mynduðu hann að einum undanskildum hafa mátt þola ákærur." Hann segir pólitískar ákærur þó vera stórt orð og menn skyldu aldrei fullyrða um það. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
"Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður. "Ákæruvaldið hefur lítið takmarkað sig við alvarleika brotanna, heldur tínt allt til sem mögulega gæti kallað á refsingu. Fyrir bragðið eru þarna ýmsir liðir sem eru hálfgerður sparðatíningur. Það gerir kæruna ótrúverðugri og ef til vill hefði því verið réttara að leggja áherslu á alvarlegustu liðina." Hróbjartur segir þó ákæruliði sem lúta til að mynda að tollsvikum og rangfærslu reikninga alvarlega. "Manni sýnist þó þarna um að ræða tæknilega meðferð á fjármunum frekar en auðgunarásetning." og ekki sé hægt að fullyrða neitt. "En eftir að hafa rennt yfir ákærurnar og þessar stuttu skýringar sýnist mér að það verði á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið í vel flestum ákæruliðum. Heilt yfir er þessi ákæra ekkert mjög sannfærandi." Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tók í svipaðan streng, en vildi þó lítið tjá sig um ákæruatriðin þar sem málið væri viðamikið og hann hefði engin frekari gögn en þau sem Fréttablaðið birti í gær. Hann segir þó þarn vera kært fyrir liði þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru í ákveðnum milliviðskiptum og þar vakni spurningar um sekt eða sakleysi. "Einhvern veginn virðist manni mjög sérkennilegt hvaða aðilar eru teknir til skoðunar og hverjir ekki hjá ákæruvaldinu hér á landi," segir Jón. "Það er ekki hreyft við því að kanna ákveðna hluti hjá ákveðnum fyrirtækjum, en aðrir eru alltaf undir smásjánni. Menn hafa fengið að ákæra eins og þá lystir án þess að bera nokkra ábyrgð á því, jafnvel af eintómri meinfýsi og síðan ganga menn keikir og halda störfum sínum þótt saklausir sakborningar hafi tapað öllu sínu. Jón, sem var verjandi í Hafskipsmálinu á sínum tíma, útilokar ekki að um pólitískar ákærur sé að ræða og minnir á Orca hópinn sem vakti reiði Davíðs Oddsonar á sínum tíma. "Allir þeir sem mynduðu hann að einum undanskildum hafa mátt þola ákærur." Hann segir pólitískar ákærur þó vera stórt orð og menn skyldu aldrei fullyrða um það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira