Tvítug varnarliðskona myrt 15. ágúst 2005 00:01 Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var enn þá í haldi lögreglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði játað á sig glæpinn hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá var íslensk kona tekin til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er talin hafa verið gestkomandi í húsnæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Heimildir Víkurfrétta segja konuna hafa verið stungna margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vikið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst að sögn Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna og er atburðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverkarnir voru né heldur hvort morðvopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var í seint gærkvöldi von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var enn þá í haldi lögreglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði játað á sig glæpinn hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá var íslensk kona tekin til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er talin hafa verið gestkomandi í húsnæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Heimildir Víkurfrétta segja konuna hafa verið stungna margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vikið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst að sögn Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna og er atburðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverkarnir voru né heldur hvort morðvopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var í seint gærkvöldi von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira