Ráðinn bani með eggvopni 15. ágúst 2005 00:01 Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira