Neituðu öll sök 17. ágúst 2005 00:01 Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar, þau voru öll sammála þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. Fréttatilkynning frá stjórn Baugs Group hf.: Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þolandi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starfsemi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bretlandi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra alþjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Goldsmith?s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bretlandi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Í dag er Baugur Group leiðandi á smásölumarkaði á Íslandi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjárfestir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. desember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoðenda og annarra rannsóknaraðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri félagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niðurstaðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfsaðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks komið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar, þau voru öll sammála þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. Fréttatilkynning frá stjórn Baugs Group hf.: Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þolandi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starfsemi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bretlandi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra alþjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Goldsmith?s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bretlandi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Í dag er Baugur Group leiðandi á smásölumarkaði á Íslandi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjárfestir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. desember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoðenda og annarra rannsóknaraðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri félagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niðurstaðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfsaðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks komið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira