Neituðu öll sök 17. ágúst 2005 00:01 Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar, þau voru öll sammála þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. Fréttatilkynning frá stjórn Baugs Group hf.: Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þolandi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starfsemi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bretlandi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra alþjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Goldsmith?s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bretlandi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Í dag er Baugur Group leiðandi á smásölumarkaði á Íslandi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjárfestir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. desember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoðenda og annarra rannsóknaraðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri félagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niðurstaðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfsaðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks komið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar, þau voru öll sammála þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. Fréttatilkynning frá stjórn Baugs Group hf.: Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þolandi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starfsemi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bretlandi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra alþjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Goldsmith?s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bretlandi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Í dag er Baugur Group leiðandi á smásölumarkaði á Íslandi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjárfestir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. desember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoðenda og annarra rannsóknaraðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri félagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niðurstaðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfsaðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks komið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira