Segjast öll saklaus 17. ágúst 2005 00:01 Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira