Segjast öll saklaus 17. ágúst 2005 00:01 Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira