Lækkum matarskattinn strax! 18. ágúst 2005 00:01 Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar