Gögn sanna sekt segir Jón Gerald 18. ágúst 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira