Pólitískur undirtónn í Baugsmálinu 19. ágúst 2005 00:01 Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugsmálsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í málinu. "Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rannsóknin hafi verið gerð að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004," segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsisvist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði viðskipti milli Baugs og Gaums. "Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenningshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli félaganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt," segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sakleysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöldum vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi pólitíska undirtóna. "Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, saka fyrrum forsætisráðherra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rannsókn lögreglu á málinu," segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmálinu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum íslenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. "Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér," segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Geralds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugsmálsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í málinu. "Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rannsóknin hafi verið gerð að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004," segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsisvist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði viðskipti milli Baugs og Gaums. "Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenningshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli félaganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt," segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sakleysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöldum vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi pólitíska undirtóna. "Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, saka fyrrum forsætisráðherra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rannsókn lögreglu á málinu," segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmálinu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum íslenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. "Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér," segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Geralds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira