Á gjörgæslu eftir hnífsstungu 21. ágúst 2005 00:01 Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent