Sigurður og Ísak Íslandsmeistarar

Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitshubishi Lancer tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri þegar þeir sigruðu í 26. alþjóðlega Reykjavíkurrallinu. Þeir urðu 8 mínútum og 22 sekúndum á undan Guðmundi Guðmundssyni og Jóni Bergssyni á Subaru Impreza.