Mörkunum rignir í Laugardalnum
Dóra María Lárusdóttir var að koma Íslandi í 3-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli, aðeins 2 mínútum efir mark Margrétar Láru. Dóra er þar með búin að skora tvívegis í leiknum. Yfirburðir Íslands eru algerir og ráða stelpurnar auðveldlega gangi leiksins.