Davíð og Baugur 22. ágúst 2005 00:01 Það eru eftirtektarverðar fullyrðingar sem forsvarsmenn Baugs hafa sett fram um Davíð Oddsson. Það eru að sama skapi hörð orð sem Davíð hefur viðhaft um forráðamenn Baugs. Þjóðin situr hjá og kemst ekki hjá að sjá og heyra. Fáir hafa gaman af og svo mikið er víst að átökin milli þessara manna hafa aldeilis meitt fleiri en þá. Allt frá því að Davíð og Hreinn Loftsson hittust á fundi í Lundúnum hafa ásakanir gengið á víxl. Ef það er rétt hjá Baugsmönnum að sakamálið sem nú er höfðað gegn þeim sé meðal annars afleiðing einhvers sem þeir hafa sagt eða gert og Davíð ekki líkað, þá er það svo ótrúlegt og svo vont að þjóðin getur ekki sæst við það. Með sama hætti er það algjörlega óþolandi ef ekki er fótur fyrir ásökunum Baugsmanna. Þorri Íslendinga á ekki aðild að deilunni og eflaust væri ósk flestra að hún væri ekki til. Að til hennar hefði ekki komið. En það verður ekki aftur snúið. Stór hluti málsins er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. En svo er ekki með allt málið. Hver sem niðurstaða dómstóla verður situr þjóðin uppi með tvennt sem engar horfur eru á að hún fái nokkurn tíma sameiginlegan skilning á. Orð Davíðs og orð Baugsmanna. Hvers vegna brást Hreinn Loftsson svo harkalega við eftir Lundúnafundinn með Davíð? Var engin ástæða fyrir því að Hreinn varaði samstarfsfólk sitt við tilvonandi rannsókn á Baugi? Hafi Davíð haft á orði að innrás væri yfirvofandi, varð það þá til þess að Baugur hafði tíma til að laga til það sem hugsanlega hafði misfarist? Stærsta spurningin er tvíþætt, annars vegar hvort rétt geti verið að Davíð hafi hótað rannsókn og ef það er rétt, hvernig Davíð vissi að slíkt stæði til. Einhvern veginn á þennan veg eru alvarlegar ásakanir Baugsmanna á hendur Davíð Oddssyni. Davíð Oddsson svaraði fyrir sig og sagði Hrein Loftsson hafa í umboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar boðið sér 300 milljónir króna, léti hann af andstöðu við Baug. Davíð sagði að aldrei hefði komið til greina að þiggja múturnar. Þetta er alvarlegt. Það sem hefur verið sagt verður ekki aftur tekið. Ásakanirnar lifa, sama hvort þær eru réttar eða rangar. Stundum eru deilur ekki alvarlegri en svo að hægt er að gleyma þeim, láta sem þær hafi aldrei orðið. Nú er það ekki hægt. Deilendurnir eru þannig og ásakanirnar á báða bóga eru þannig. Þjóðin situr uppi með það og mun sitja uppi með það. Þeir voru fáir sem settu þær af stað en margir sem þurfa að þola. Þjóðin situr uppi með fullyrðingar um að þáverandi forsætisráðherra hafi beitt opinberum stofnunum gegn þeim sem voru honum ekki að skapi og fullyrðingar um að auðugir menn hafi ætlað að kaupa sér grið þessa sama ráðherra með miklum peningum. Deilendurnir vita hvað er rétt og hvað er rangt. Áhorfendurnir vita hvorki upp né niður og verða líklega að búa við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Það eru eftirtektarverðar fullyrðingar sem forsvarsmenn Baugs hafa sett fram um Davíð Oddsson. Það eru að sama skapi hörð orð sem Davíð hefur viðhaft um forráðamenn Baugs. Þjóðin situr hjá og kemst ekki hjá að sjá og heyra. Fáir hafa gaman af og svo mikið er víst að átökin milli þessara manna hafa aldeilis meitt fleiri en þá. Allt frá því að Davíð og Hreinn Loftsson hittust á fundi í Lundúnum hafa ásakanir gengið á víxl. Ef það er rétt hjá Baugsmönnum að sakamálið sem nú er höfðað gegn þeim sé meðal annars afleiðing einhvers sem þeir hafa sagt eða gert og Davíð ekki líkað, þá er það svo ótrúlegt og svo vont að þjóðin getur ekki sæst við það. Með sama hætti er það algjörlega óþolandi ef ekki er fótur fyrir ásökunum Baugsmanna. Þorri Íslendinga á ekki aðild að deilunni og eflaust væri ósk flestra að hún væri ekki til. Að til hennar hefði ekki komið. En það verður ekki aftur snúið. Stór hluti málsins er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. En svo er ekki með allt málið. Hver sem niðurstaða dómstóla verður situr þjóðin uppi með tvennt sem engar horfur eru á að hún fái nokkurn tíma sameiginlegan skilning á. Orð Davíðs og orð Baugsmanna. Hvers vegna brást Hreinn Loftsson svo harkalega við eftir Lundúnafundinn með Davíð? Var engin ástæða fyrir því að Hreinn varaði samstarfsfólk sitt við tilvonandi rannsókn á Baugi? Hafi Davíð haft á orði að innrás væri yfirvofandi, varð það þá til þess að Baugur hafði tíma til að laga til það sem hugsanlega hafði misfarist? Stærsta spurningin er tvíþætt, annars vegar hvort rétt geti verið að Davíð hafi hótað rannsókn og ef það er rétt, hvernig Davíð vissi að slíkt stæði til. Einhvern veginn á þennan veg eru alvarlegar ásakanir Baugsmanna á hendur Davíð Oddssyni. Davíð Oddsson svaraði fyrir sig og sagði Hrein Loftsson hafa í umboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar boðið sér 300 milljónir króna, léti hann af andstöðu við Baug. Davíð sagði að aldrei hefði komið til greina að þiggja múturnar. Þetta er alvarlegt. Það sem hefur verið sagt verður ekki aftur tekið. Ásakanirnar lifa, sama hvort þær eru réttar eða rangar. Stundum eru deilur ekki alvarlegri en svo að hægt er að gleyma þeim, láta sem þær hafi aldrei orðið. Nú er það ekki hægt. Deilendurnir eru þannig og ásakanirnar á báða bóga eru þannig. Þjóðin situr uppi með það og mun sitja uppi með það. Þeir voru fáir sem settu þær af stað en margir sem þurfa að þola. Þjóðin situr uppi með fullyrðingar um að þáverandi forsætisráðherra hafi beitt opinberum stofnunum gegn þeim sem voru honum ekki að skapi og fullyrðingar um að auðugir menn hafi ætlað að kaupa sér grið þessa sama ráðherra með miklum peningum. Deilendurnir vita hvað er rétt og hvað er rangt. Áhorfendurnir vita hvorki upp né niður og verða líklega að búa við það.